Launareiknivél LFI fyrir árið 2025

Launareiknivélin er byggð á kjarakönnun LFI 2025, sem framkvæmd var í ágúst og september 2025, er nú komin út og má finna hér http://www.rscheving.net:3838/2025/

Fyrri kjarakannanir má finna hér:
http://www.rscheving.net:3838/

Reiknilíkanið byggir á svörum 207 aðila sem tóku þátt í kjarakönnun LFI, sem var send út af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í ágúst og september 2025. Líkanið miðast við heildarlaun, sem fela í sér greiðslur vegna yfirvinnu og bónusa til viðbótar við föst laun.

Helstu niðurstöður:
– Heildarlaun lyfjafræðinga hafa hækkað um um það bil 125 þúsund krónur á mánuði milli febrúar 2023 og febrúar 2025.
– Launamunur kynjanna er að meðaltali 50 þúsund krónur á mánuði, sem er tæplega 5 þúsund króna aukning frá 2023. Munurinn er áfram marktækur, líkt og hann var árið 2023.
– Enn er ekki tölfræðilega marktækur munur á launum á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu, þó reiknilíkanið haldi áfram að taka mið af þessum breytum.
– Viðbótarmenntun hefur minni áhrif en áður, en skilar þó um 60 þúsund króna hækkun að meðaltali.
– Enginn marktækur munur er á heildarlaunum milli apóteka og hins opinbera.
– Í iðnaði eru heildarlaun að jafnaði um 115 þúsund krónum hærri en í hinum tveimur geirunum.